Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 11:59 Palestínskur maður virðir fyrir sér skemmdirnar eftir árásir landtökumanna á tvö þorp á Vesturbakkanum í gærkvöldi. AP/Majdi Mohammed Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum á Vesturbakkanum að tveir Palestínumenn hafi fallið í árásunum sem gerðar voru á flóttamannabúðir í Jenin. Áhlaup hersins virðist beinast að þeim búðum og hafa Ísraelar gert áhlaup á þær áður. Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hernaðaraðgerð þessi beri titilinn „Járnveggur“ og að áhlaupinu sé ætlað að „útrýma“ hryðjuverkastarfsemi í Jenin. Hann segir árásirnar beinast gegn handbendum klerkastjórnarinnar í Íran og að aðgerðin muni halda áfram eins lengi og til þurfi. הפלסטינים מדווחים על כוחות צה"ל רבים שפועלים במחנה הפליטים ג'נין@sapirlipkin pic.twitter.com/Al8MbbJHZf— החדשות - N12 (@N12News) January 21, 2025 Réðust á tvö þorp Áhlaupið kemur í kjölfar þess að hópur landtökumanna réðst á Palestínumenn á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Bílar og hús voru brennd en Kan hefur eftir heimamönnum að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í árasunum. Times of Israel segir að landtökumenn hafi gert árásir á tvö þorp á Vesturbakkanum og að tveir Ísraelar hafi verið skotnir og særðir alvarlega af lögregluþjónum. Mennirnir, sem voru grímuklæddir, eru sagðir hafa ráðist á lögregluþjón og sprautað piparúða á hann. Eftir að stríðið hófst á Gasaströndinni fjölgaði árásum landtökumanna á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur einnig gert mörg áhlaup á svæðinu. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Árásin í gær var gerð á svipuðum tíma og Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann væri að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn ísraelskum landtökumönnum sem beita Palestínumenn ofbeldi. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum á Vesturbakkanum að tveir Palestínumenn hafi fallið í árásunum sem gerðar voru á flóttamannabúðir í Jenin. Áhlaup hersins virðist beinast að þeim búðum og hafa Ísraelar gert áhlaup á þær áður. Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hernaðaraðgerð þessi beri titilinn „Járnveggur“ og að áhlaupinu sé ætlað að „útrýma“ hryðjuverkastarfsemi í Jenin. Hann segir árásirnar beinast gegn handbendum klerkastjórnarinnar í Íran og að aðgerðin muni halda áfram eins lengi og til þurfi. הפלסטינים מדווחים על כוחות צה"ל רבים שפועלים במחנה הפליטים ג'נין@sapirlipkin pic.twitter.com/Al8MbbJHZf— החדשות - N12 (@N12News) January 21, 2025 Réðust á tvö þorp Áhlaupið kemur í kjölfar þess að hópur landtökumanna réðst á Palestínumenn á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Bílar og hús voru brennd en Kan hefur eftir heimamönnum að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í árasunum. Times of Israel segir að landtökumenn hafi gert árásir á tvö þorp á Vesturbakkanum og að tveir Ísraelar hafi verið skotnir og særðir alvarlega af lögregluþjónum. Mennirnir, sem voru grímuklæddir, eru sagðir hafa ráðist á lögregluþjón og sprautað piparúða á hann. Eftir að stríðið hófst á Gasaströndinni fjölgaði árásum landtökumanna á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur einnig gert mörg áhlaup á svæðinu. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Árásin í gær var gerð á svipuðum tíma og Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann væri að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn ísraelskum landtökumönnum sem beita Palestínumenn ofbeldi.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira