Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 21:33 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. Vísir Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“ Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira