Fjöldi heimila enn án rafmagns Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 16:56 Veður hefur verið viðsjárvert á Austfjörðum undanfarið. Vísir/Sigurjón Enn er unnið að bilanaleit og viðgerðum á Austurlandi vegna viðamikils rafmagnsleysis. Rafmagnslausum viðskiptavinum RARIK á Austfjörðum fer fækkandi en þó eru enn 39 heimili án rafmagns. Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að mestu muni um að síðdegis tókst að koma rafmagni aftur á í Stöðvarfirði en þar hafi 190 heimili og fyrirtæki verið rafmagnslaus. Fjöldi staura hafi brotnað og línur slitnað vegna ísingar í óveðrinu fyrir austan. Endanlegar viðgerðir á staurum og línum gætu tekið einhverja daga. RARIK eigi tiltækar varaaflsvélar sem verið sé að undirbúa og þurft gæti að tengja einstaka viðskiptavini við á meðan verið er að klára viðgerðir. Vinna sé komin vel í gang en þó sé óvíst hversu langan tíma þetta muni taka. Aðstæður fyrir austan hafi verið afar krefjandi. Hér að neðan má sjá samantekt RARIK á stöðunni eftir svæðum: Lón: Nokkur fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu í Lóni. Flestir viðskiptavinir hafa fengið rafmagn, m.a. með varaafli, en því miður eru enn nokkur heimili án rafmagns á þessu svæði. Verið er að undirbúa viðgerð. Djúpivogur til Álftafjarðar: Mikil ísing sligaði línur og olli rafmagnsleysi á svæðinu. Starfmenn vinnuflokks náðu að hreinsa ísinguna af og komst rafmagn aftur á rétt eftir klukkan 13:30 í dag. Ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum þarna að óbreyttu. Tunga að Grænnípu: Í sunnaverðum Fáskrúðsfirði hafa línur slitnað og staurar brotnað. Búið er að koma rafmagni aftur á hluta þess svæðis sem fyrst varð rafmagnslaus en því miður eru nokkur heimili enn án rafmagns. Berunes að Vattarnesi: Í sunnanverðum Reyðarfirði var mikil ísing. Búið er að gera við línuslit en fleiri bilanir eru á línunni og því hefur ekki tekist að koma rafmagni á aftur. Berufjörður: Frá botni Berufjarðar og út norðanverðan fjörðinn er rafmagnslaust og þar eru 13 viðskiptavinir án rafmagns. Þar hafa staurar bæði brotnað og brunnið og lína slitnað. Viðgerð stendur yfir. Stöðvarfjörður: Búið er að tengja jarðstreng til Stöðvarfjarðar og spennusetja hann til að hægt sé að koma rafmagni á þar innanbæjar. Línan er illa farin og fjöldi staura brotinn og því mun einhver tími líða þar til næst að koma rafmagni aftur á í dreifbýli fjarðarins. Líklega þarf að koma því á með smærri varaaflsvélum. Þarna voru 190 heimili og fyrirtæki án rafmagns en hefur nú fækkað niður í 4 og vonir standa til að hægt verði að koma rafmagni á hjá þeim innan skamms. Veður Orkumál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að mestu muni um að síðdegis tókst að koma rafmagni aftur á í Stöðvarfirði en þar hafi 190 heimili og fyrirtæki verið rafmagnslaus. Fjöldi staura hafi brotnað og línur slitnað vegna ísingar í óveðrinu fyrir austan. Endanlegar viðgerðir á staurum og línum gætu tekið einhverja daga. RARIK eigi tiltækar varaaflsvélar sem verið sé að undirbúa og þurft gæti að tengja einstaka viðskiptavini við á meðan verið er að klára viðgerðir. Vinna sé komin vel í gang en þó sé óvíst hversu langan tíma þetta muni taka. Aðstæður fyrir austan hafi verið afar krefjandi. Hér að neðan má sjá samantekt RARIK á stöðunni eftir svæðum: Lón: Nokkur fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu í Lóni. Flestir viðskiptavinir hafa fengið rafmagn, m.a. með varaafli, en því miður eru enn nokkur heimili án rafmagns á þessu svæði. Verið er að undirbúa viðgerð. Djúpivogur til Álftafjarðar: Mikil ísing sligaði línur og olli rafmagnsleysi á svæðinu. Starfmenn vinnuflokks náðu að hreinsa ísinguna af og komst rafmagn aftur á rétt eftir klukkan 13:30 í dag. Ekki er gert ráð fyrir frekari truflunum þarna að óbreyttu. Tunga að Grænnípu: Í sunnaverðum Fáskrúðsfirði hafa línur slitnað og staurar brotnað. Búið er að koma rafmagni aftur á hluta þess svæðis sem fyrst varð rafmagnslaus en því miður eru nokkur heimili enn án rafmagns. Berunes að Vattarnesi: Í sunnanverðum Reyðarfirði var mikil ísing. Búið er að gera við línuslit en fleiri bilanir eru á línunni og því hefur ekki tekist að koma rafmagni á aftur. Berufjörður: Frá botni Berufjarðar og út norðanverðan fjörðinn er rafmagnslaust og þar eru 13 viðskiptavinir án rafmagns. Þar hafa staurar bæði brotnað og brunnið og lína slitnað. Viðgerð stendur yfir. Stöðvarfjörður: Búið er að tengja jarðstreng til Stöðvarfjarðar og spennusetja hann til að hægt sé að koma rafmagni á þar innanbæjar. Línan er illa farin og fjöldi staura brotinn og því mun einhver tími líða þar til næst að koma rafmagni aftur á í dreifbýli fjarðarins. Líklega þarf að koma því á með smærri varaaflsvélum. Þarna voru 190 heimili og fyrirtæki án rafmagns en hefur nú fækkað niður í 4 og vonir standa til að hægt verði að koma rafmagni á hjá þeim innan skamms.
Veður Orkumál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Sjá meira