Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:16 Hilmar Þór Hilmarsson segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli. Óhljóðin frá sprengjuregni á Gasa hefur vikið fyrir friði og ró eftir að vopnahlé tók gildi í gær og í morgun hefur fjöldi Palestínumanna, sem var í haldi Ísraelsmanna, snúið aftur til Gasa en svæðið er því sem næst rústir einar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir palestínskri konu, Söfuu Mahmoud, sem búið hefur í tjaldi með systrum sínum og föður í Khan Younis í marga mánuði, að henni hafi fundist nær óraunverulegt að hafa fengið óslitinn nætursvefn og frið frá sprengjum. Þrátt fyrir eyðilegginguna á Gasa sé það gríðarlega þýðingamikið að upplifa kyrrðina og hamingjuna um stund. En orðið um stund er lykilorð í þessu samhengi því Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í Háskolanum á Akureyri segir að það sé alls óvíst hvað taki við að loknu vopnahléi. Bandaríkin skipti gríðarlega miklu máli í alþjóðakerfinu. „Donald Trump er náttúrulega að taka við embætti í dag og hann stendur frammi fyrir mjög erfiðum málum. Úkraínumálið er enn óleyst og það eru vandamál í samskiptum við Kína þess vegna skiptir miklu máli fyrir hann að það sé einhvers staðar árangur.“ Trump hafi fagnað ákaft samkomulagi um vopnahlé á Gasa. „Auðvitað skiptir það máli og manni skilst að Trump hafi beitt Netanyahu töluverðum þrýstingi að koma á einhvers konar samkomulagi þannig að það sé hægt að koma hjálpargögnum á Gasasvæðið og hægt að frelsa eitthvað af þessum gíslum og fangar frá Gasasvæðinu þeir komist heim til sín aftur.“ Hilmar segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Það séu gríðarlega flókin viðfangsefni framundan og ekki víst að framtíðin verði friðvænleg í Mið-Austurlöndum í bráð. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að leysa þetta mál en Netanyahu talaði um að gera út af við Hamas, Hamas er ennþá lifandi sem samtök, ef við skoðum Hesbollah í Líbanon sem líka hefur verið í átökum við Ísraela, það er ennþá til og Hútar í Jemen eru ennþá til og það er slæmt samband milli Íran og Ísrael líka sem gæti leitt til átaka og auðvitað er þetta vopnahlé skref í rétta átt, en þetta er ekki nein varanleg lausn til að það verði varanlegur friður milli Ísrael og Palestínumanna.“ Ísrael Palestína Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Óhljóðin frá sprengjuregni á Gasa hefur vikið fyrir friði og ró eftir að vopnahlé tók gildi í gær og í morgun hefur fjöldi Palestínumanna, sem var í haldi Ísraelsmanna, snúið aftur til Gasa en svæðið er því sem næst rústir einar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir palestínskri konu, Söfuu Mahmoud, sem búið hefur í tjaldi með systrum sínum og föður í Khan Younis í marga mánuði, að henni hafi fundist nær óraunverulegt að hafa fengið óslitinn nætursvefn og frið frá sprengjum. Þrátt fyrir eyðilegginguna á Gasa sé það gríðarlega þýðingamikið að upplifa kyrrðina og hamingjuna um stund. En orðið um stund er lykilorð í þessu samhengi því Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í Háskolanum á Akureyri segir að það sé alls óvíst hvað taki við að loknu vopnahléi. Bandaríkin skipti gríðarlega miklu máli í alþjóðakerfinu. „Donald Trump er náttúrulega að taka við embætti í dag og hann stendur frammi fyrir mjög erfiðum málum. Úkraínumálið er enn óleyst og það eru vandamál í samskiptum við Kína þess vegna skiptir miklu máli fyrir hann að það sé einhvers staðar árangur.“ Trump hafi fagnað ákaft samkomulagi um vopnahlé á Gasa. „Auðvitað skiptir það máli og manni skilst að Trump hafi beitt Netanyahu töluverðum þrýstingi að koma á einhvers konar samkomulagi þannig að það sé hægt að koma hjálpargögnum á Gasasvæðið og hægt að frelsa eitthvað af þessum gíslum og fangar frá Gasasvæðinu þeir komist heim til sín aftur.“ Hilmar segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Það séu gríðarlega flókin viðfangsefni framundan og ekki víst að framtíðin verði friðvænleg í Mið-Austurlöndum í bráð. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að leysa þetta mál en Netanyahu talaði um að gera út af við Hamas, Hamas er ennþá lifandi sem samtök, ef við skoðum Hesbollah í Líbanon sem líka hefur verið í átökum við Ísraela, það er ennþá til og Hútar í Jemen eru ennþá til og það er slæmt samband milli Íran og Ísrael líka sem gæti leitt til átaka og auðvitað er þetta vopnahlé skref í rétta átt, en þetta er ekki nein varanleg lausn til að það verði varanlegur friður milli Ísrael og Palestínumanna.“
Ísrael Palestína Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00
Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40
Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23