Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 16:08 Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia. Vísir/Vilhelm Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna. Talsverða athygli vakti þegar löng auglýsing birtist á Rúv í auglýsingahléinu fyrir áramótaskaupið, dýrasta auglýsingaplássi sem fæst keypt hér á landi. Það vakti helst athygli sökum þess að Isavia er í samkeppni við nákvæmlega engan um viðskiptavini. Meðal þeirra sem vöktu máls á auglýsingunni var Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og einn hluthafa í Isavia líkt og allir Íslendingar, eins og hann titlaði sig í aðsendri grein hér á Vísi í byrjun árs. Í grein sinni fullyrðir hann að birting auglýsingarinnar hafi kostað rétt rúmar þrjár milljónir króna og áætlar að framleiðslan hafi kostað annað eins. Nutu fulltingis samskiptafélags við smíði svargreinar Jón Cleon, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, þvertók fyrir að almenningur standi kostnað af auglýsingunni, eftir að Vísir fjallaði um grein Skúla Gunnars. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Hann vísaði til tilkynningar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, sem Isavia heldur úti, þar sem fjallað er um auglýsinguna undir fyrirsögninni „KEF – þar sem sögur fara á flug“. Morgunblaðið greindi frá því, með vísan til tölvupóstsamskipta starfsmanna Isavia, að félagið hafi keypt þjónustu samskiptafélagins Aton til þess að svara grein Skúla Gunnars. Hvatti Isavia til að gefa upp kostnaðinn Skúli Gunnar reit aðra grein nokkrum dögum seinna, þar sem hann sagði að auglýsingin hafi verið birt nokkrum sinnum á ljósvakamiðlum eftir að hann skrifaði fyrstu greinina. Því væri ljóst að kostnaður Isavia hefði aukist vegna auglýsingarinnar. „Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri.“ Þá hvatti hann Isavia til þess að upplýsa um heildarkostnað við yfirstandandi auglýsingaherferðina, bæði heildarframleiðslukostnað og heildarbirtingarkostnað. „Ég er sannfærður um að Isavia mun góðfúslega verða við því, enda varla nein ástæða til að pukrast með þær upplýsingar.“ Isavia verður ekki góðfúslega við því Vísi lá einnig forvitni á að vita hversu miklu Isavia hefur eytt í auglýsinguna og sendi því fyrirspurn þess efnis á opinbera hlutafélagið. Þá var óskað eftir upplýsingum um kostnað Isavia af viðskiptum við samskipta- og auglýsingafyrirtæki undanfarin fimm ár. Svarið var einfalt: „Isavia deilir ekki upplýsingum um fjármál félagsins umfram það sem kemur fram í ársreikningum þess.“ Keflavíkurflugvöllur Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Talsverða athygli vakti þegar löng auglýsing birtist á Rúv í auglýsingahléinu fyrir áramótaskaupið, dýrasta auglýsingaplássi sem fæst keypt hér á landi. Það vakti helst athygli sökum þess að Isavia er í samkeppni við nákvæmlega engan um viðskiptavini. Meðal þeirra sem vöktu máls á auglýsingunni var Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og einn hluthafa í Isavia líkt og allir Íslendingar, eins og hann titlaði sig í aðsendri grein hér á Vísi í byrjun árs. Í grein sinni fullyrðir hann að birting auglýsingarinnar hafi kostað rétt rúmar þrjár milljónir króna og áætlar að framleiðslan hafi kostað annað eins. Nutu fulltingis samskiptafélags við smíði svargreinar Jón Cleon, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, þvertók fyrir að almenningur standi kostnað af auglýsingunni, eftir að Vísir fjallaði um grein Skúla Gunnars. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Hann vísaði til tilkynningar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, sem Isavia heldur úti, þar sem fjallað er um auglýsinguna undir fyrirsögninni „KEF – þar sem sögur fara á flug“. Morgunblaðið greindi frá því, með vísan til tölvupóstsamskipta starfsmanna Isavia, að félagið hafi keypt þjónustu samskiptafélagins Aton til þess að svara grein Skúla Gunnars. Hvatti Isavia til að gefa upp kostnaðinn Skúli Gunnar reit aðra grein nokkrum dögum seinna, þar sem hann sagði að auglýsingin hafi verið birt nokkrum sinnum á ljósvakamiðlum eftir að hann skrifaði fyrstu greinina. Því væri ljóst að kostnaður Isavia hefði aukist vegna auglýsingarinnar. „Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri.“ Þá hvatti hann Isavia til þess að upplýsa um heildarkostnað við yfirstandandi auglýsingaherferðina, bæði heildarframleiðslukostnað og heildarbirtingarkostnað. „Ég er sannfærður um að Isavia mun góðfúslega verða við því, enda varla nein ástæða til að pukrast með þær upplýsingar.“ Isavia verður ekki góðfúslega við því Vísi lá einnig forvitni á að vita hversu miklu Isavia hefur eytt í auglýsinguna og sendi því fyrirspurn þess efnis á opinbera hlutafélagið. Þá var óskað eftir upplýsingum um kostnað Isavia af viðskiptum við samskipta- og auglýsingafyrirtæki undanfarin fimm ár. Svarið var einfalt: „Isavia deilir ekki upplýsingum um fjármál félagsins umfram það sem kemur fram í ársreikningum þess.“
Keflavíkurflugvöllur Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira