Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 09:57 Gagnrýnendur frumvarpsins hafa einnig bent á að það sé ekki gott að stuðla að því að fólk gangi síður í lögformlegt hjónaband og fari þannig á mis við ákveðin réttindi. Getty Sérfræðingar segja nýtt frumvarp um bann gegn hjónböndum systkinabarna bæði óframfylgjanlegt og til þess fallið að skapa sundrung í samfélaginu. Richard Holden, þingmaður Íhaldsflokksins fyrir Basildon og Billericay, er flutningsmaður frumvarpsins en hann segir hjónabönd systkinabarna ógn við heilsu, frelsi og samfélagið í heild. Líkt og fjallað er um á Vísindavef Háskóla Íslands eykur skyldleikaæxlun líkurnar á að barn erfi sjaldgæfar víkjandi stökkbreytingar sem finna má hjá báðum foreldrum. Þetta getur leitt til sjúkdóma á borð við dreyrasýki, slímseigjusjúkdóms og ýmissa vöðvarýrnunar- og hrörnunarsjúkdóma. Umfangsmikil rannsókn á heilsufari íbúa í Bradford í Vestur-Jórvíkurskíri, Born in Bradford, leiddi í ljós að sex af hverjum 100 börnum sem fæddust systkinabörnum hefðu erft víkjandi stökkbreytingu eða erfðagalla. Hjónaböndum systkinabarna hefur fækkað verulega en þau eru algengust meðal múslima. Talsmaður Ahmadiyya Muslim Community UK, sem um 30 þúsund múslimar tilheyra, segir bann myndu grafa undan réttindum hópsins og kynda undir fordóma. Hjónabönd innan fjölskyldna væru oft til þess gerð að stykja fjölskylduna og ýta undir stöðugleika og samheldni. Sérfræðingar, til að mynda prófessorinn Neil Small, sem er einn höfunda Born in Bradford, eru einnig á móti banninu. Small segir hjónabönd systkinabarna vissulega ýta undir hættuna á ungbarnadauða og veikindum en önnur ráð séu til en bann. Small og fleiri hafa stungið upp á því að auka fræðslu og að aðgengi að erfðaprófum verði aukið, til að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Önnur umræða um frumvarpið fer fram í dag. Guardian fjallar um málið. Bretland Trúmál Heilbrigðismál Fjölskyldumál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Richard Holden, þingmaður Íhaldsflokksins fyrir Basildon og Billericay, er flutningsmaður frumvarpsins en hann segir hjónabönd systkinabarna ógn við heilsu, frelsi og samfélagið í heild. Líkt og fjallað er um á Vísindavef Háskóla Íslands eykur skyldleikaæxlun líkurnar á að barn erfi sjaldgæfar víkjandi stökkbreytingar sem finna má hjá báðum foreldrum. Þetta getur leitt til sjúkdóma á borð við dreyrasýki, slímseigjusjúkdóms og ýmissa vöðvarýrnunar- og hrörnunarsjúkdóma. Umfangsmikil rannsókn á heilsufari íbúa í Bradford í Vestur-Jórvíkurskíri, Born in Bradford, leiddi í ljós að sex af hverjum 100 börnum sem fæddust systkinabörnum hefðu erft víkjandi stökkbreytingu eða erfðagalla. Hjónaböndum systkinabarna hefur fækkað verulega en þau eru algengust meðal múslima. Talsmaður Ahmadiyya Muslim Community UK, sem um 30 þúsund múslimar tilheyra, segir bann myndu grafa undan réttindum hópsins og kynda undir fordóma. Hjónabönd innan fjölskyldna væru oft til þess gerð að stykja fjölskylduna og ýta undir stöðugleika og samheldni. Sérfræðingar, til að mynda prófessorinn Neil Small, sem er einn höfunda Born in Bradford, eru einnig á móti banninu. Small segir hjónabönd systkinabarna vissulega ýta undir hættuna á ungbarnadauða og veikindum en önnur ráð séu til en bann. Small og fleiri hafa stungið upp á því að auka fræðslu og að aðgengi að erfðaprófum verði aukið, til að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Önnur umræða um frumvarpið fer fram í dag. Guardian fjallar um málið.
Bretland Trúmál Heilbrigðismál Fjölskyldumál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira