Handbolti

Svona var HM-Pallborðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Í Pallborðinu fór Stefán Árni Pálsson yfir allt það sem skiptir máli fyrir leik Íslands og Grænhöfðaeyja ásamt þeim Einari Jónssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni.
Í Pallborðinu fór Stefán Árni Pálsson yfir allt það sem skiptir máli fyrir leik Íslands og Grænhöfðaeyja ásamt þeim Einari Jónssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. vísir

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Einar Jónsson voru gestir Stefáns Árna Pálssonar í sérstakri HM-útgáfu af Pallborðinu. Íslenska karlalandsliðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM í kvöld.

Pallborðið hófst klukkan 14:30. Útsendingu frá því er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Ásgeir Örn og Einar verða íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis til halds og trausts á meðan HM stendur og verða meðal annars gestir í hlaðvarpinu Besta sætið sem verður tekið upp eftir alla leiki Íslands á mótinu.

Þeir Ásgeir Örn og Einar fóru yfir möguleika Íslands á HM með Stefáni Árna í Pallborðinu. Einnig var rætt við Henry Birgi Gunnarsson sem er staddur úti í Zagreb þar sem riðill Íslands verður leikinn.

Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×