Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 10:31 Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hafa áður mæst sem þjálfarar en lið þeirra hefja keppni á HM í kvöld. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír). HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír).
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn