Aron hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins og er ljóst að hann getur ekki spilað með Íslandi í leikjum liðsins í riðlakeppninni. Vonir standa hins vegar til að hann geti lagt sín lóð á vogaskálarnar í milliriðlum komist liðið þangað sem verður að teljast ansi líklegt.
Leyfilegt að bæta aukaleikmanni inn í leikmannahópinn hvenær sem er á meðan á mótinu stendur. Einnig eru 5 skiptingar leyfðar á meðan móti stendur.
Leikmannahópur Íslands á HM er eftirfarandi:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
Aðrir leikmenn:
Bjarki Már Elísson
Einar Þorsteinn Ólafsson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Haukur Þrastarson
Janus Daði Smárason
Orri Freyr Þorkelsson
Óðinn Þór Ríkharðsson
Sigvaldi Björn Guðjónsson
Sveinn Jóhannsson
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason
Þorsteinn Leó Gunnarsson