Í B-riðli mættust Ítalía og Túnis. Fóru Ítalir með sjö marka sigur af hólmi, lokatölur 32-25. Leo Prantner var markahæstur í liði Ítalíu með 10 mörk og var í raun munurinn á liðunum í dag. Anouar Ben Abdallah var markahæstur hjá Túnis með sex mörk.
Í C-riðli vann Frakkland gríðarlega sannfærandi sigur á Katar, lokatölur 37-19. Thibaud Briet var markahæstur í liði Frakklands með sjö mörk. Þar á eftir kom Aymeric Minne með fimm mörk.