Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 12:00 Ísland og Svíþjóð mættust í tveimur hörkuvináttulandsleikjum fyrir HM en mætast ekki á mótinu nema þau leiki um verðlaun. Jim Gottfridsson er lítt hrifinn af fyrirkomulagi mótsins. EPA-EFE/Johan Nilsson Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira