„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 09:32 Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. vísir/vilhelm Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira