Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 15:01 Rakel María og Guðmundur eru á ferðalagi um Suður-Ameríku. Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hallgrímssyni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við. Rakel María greinir frá atviknu í hringrásinni (e.story) á Instagram. Rakel er einn af þekktari hlaupurum landsins en það vakti gríðarlega athygli þegar hún rann í hálku í Bakgarðshlaupinu í vetur og varð að leita sér aðstoðar á slysó. Á Instagram segist Rakel hafa ætlað að hlaupa ein þennan dag, þar sem hún var orðin nokkuð örugg með sig eftir fjóra daga í borginni. Hún segist hafa reynt að sannfæra Guðmund um að það væri í lagi, en hann vildi ekki hleypa henni út einni og þau fóru því saman. „Gummi vill ekki hleypa mér einni út að hlaupa hérna af því að hann treystir mér ekki. Mjög skrítið,“ segir Rakel og bætir við kímin: „Aumingja maðurinn er alltaf með mér í öll hlaup. Auðvitað bestur.“ Rakel María og Guðmundur á leið út að hlaupa um Cartagena. Rakel segist í samtali við Vísi hafa fundið grænt svæði með upphækkun á Google Maps smáforritinu og hugsað sér gott til glóðarinnar, enda líklega frábær útsýnisstaður yfir borgina. Hún ætlaði sér að hlaupa upp og njóta útsýnisins. „Við fundum að við vorum komin út fyrir túristasvæðið og umhverfið var aðeins farið að breytast,“ segir Rakel. „Þá er þar einhver klíka á mótorhjólum sem segir við Gumma að við verðum að snúa við og að við megum ekki fara þarna upp. „Þetta er hættulegasta svæði borgarinnar, þið verðið drepin ef þið farið þarna upp, komið til baka!“ Svo stoppar leigubíll sem keyrir fram hjá, maðurinn sem er aftur í talar ensku og segir: „Þetta er mjög hættulegt svæði!“ segir Rakel sem var eðli málsins samkvæmt skelfd en fegin að hafa ekki farið lengra. „Ég kom okkur bara næstum því í lífshættu!“ segir Rakel en ljóst er að hún hefur húmor fyrir öllu saman, enda þekkt fyrir að njóta lífsins í hvívetna. Þau Guðmundur hafa látið gríðarlega vel af sér í Kólumbíu síðastliðna daga, birt myndir af gómsætum mat sem þau segja vera þann besta sem þau hafi smakkað. Parið er á mánaðar ferðalagi um Suður-Ameríku. Ferðalög Íslendingar erlendis Kólumbía Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Rakel María greinir frá atviknu í hringrásinni (e.story) á Instagram. Rakel er einn af þekktari hlaupurum landsins en það vakti gríðarlega athygli þegar hún rann í hálku í Bakgarðshlaupinu í vetur og varð að leita sér aðstoðar á slysó. Á Instagram segist Rakel hafa ætlað að hlaupa ein þennan dag, þar sem hún var orðin nokkuð örugg með sig eftir fjóra daga í borginni. Hún segist hafa reynt að sannfæra Guðmund um að það væri í lagi, en hann vildi ekki hleypa henni út einni og þau fóru því saman. „Gummi vill ekki hleypa mér einni út að hlaupa hérna af því að hann treystir mér ekki. Mjög skrítið,“ segir Rakel og bætir við kímin: „Aumingja maðurinn er alltaf með mér í öll hlaup. Auðvitað bestur.“ Rakel María og Guðmundur á leið út að hlaupa um Cartagena. Rakel segist í samtali við Vísi hafa fundið grænt svæði með upphækkun á Google Maps smáforritinu og hugsað sér gott til glóðarinnar, enda líklega frábær útsýnisstaður yfir borgina. Hún ætlaði sér að hlaupa upp og njóta útsýnisins. „Við fundum að við vorum komin út fyrir túristasvæðið og umhverfið var aðeins farið að breytast,“ segir Rakel. „Þá er þar einhver klíka á mótorhjólum sem segir við Gumma að við verðum að snúa við og að við megum ekki fara þarna upp. „Þetta er hættulegasta svæði borgarinnar, þið verðið drepin ef þið farið þarna upp, komið til baka!“ Svo stoppar leigubíll sem keyrir fram hjá, maðurinn sem er aftur í talar ensku og segir: „Þetta er mjög hættulegt svæði!“ segir Rakel sem var eðli málsins samkvæmt skelfd en fegin að hafa ekki farið lengra. „Ég kom okkur bara næstum því í lífshættu!“ segir Rakel en ljóst er að hún hefur húmor fyrir öllu saman, enda þekkt fyrir að njóta lífsins í hvívetna. Þau Guðmundur hafa látið gríðarlega vel af sér í Kólumbíu síðastliðna daga, birt myndir af gómsætum mat sem þau segja vera þann besta sem þau hafi smakkað. Parið er á mánaðar ferðalagi um Suður-Ameríku.
Ferðalög Íslendingar erlendis Kólumbía Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira