Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2025 13:41 Justin Baldoni virðist telja að persónan hafi verið byggð á honum. Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt. Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt.
Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira