Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:40 Tilnefning Donald Trump á sjónvarpsfréttamanninum Pete Hegseth til varnarmálaráðherra kom mörgum í opna skjöldu en hann er sagður skorta reynslu á sviði varnarmála. AP Pete Hegseth, sjónvarpsmaður og tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hann var meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira