Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 19:21 Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar segir að nú sé unnið að lokafrágangi á skýrslu stjórnarinnar til Alþingis vegna framkvæmd alþingiskosninganna. Stöð 2/Einar Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag. Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira
Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira