Nýliðar ÍBV hafa verið duglegir á markaðnum undanfarið enda misst bæði leikmenn og þjálfara síðan liðið tryggði sér sæti í Bestu deild karla. Þorlákur Árnason, Láki, tók við sem þjálfari Eyjamanna eftir að Hermann Hreiðarsson sagði starfi sínu lausu.
Láki hefur nú leitað til leikmanns sem hann þekkir vel en Birgir Ómar lék undir stjórn Láka þegar hann var þjálfari Þórs Akureyrar.
„Birgir Ómar er gríðarlega hraður varnarmaður sem er einnig með mjög góða boltameðferð. Hann hefur spilað bæði miðvörð og bakvörð á sínum ferli en við hugsum hann fyrst og fremst sem bakvörð í okkar liði,“ sagði Láki um komu nýja mannsins.
Lánsamningurinn er út yfirstandandi tímabil.