Þórir búinn að opna pakkann Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 14:17 Þórir Hergeirsson fékk danskan „hoptimist“ að gjöf frá Jesper Jensen. Getty/Hoptimist Þórir Hergeirsson fékk óvænta gjöf frá Jesper Jensen, þáverandi landsliðsþjálfara Danmerkur, eftir síðasta leik sinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann er núna búinn að opna pakkann. Það var ljóst fyrir EM í desember að mótið yrði það síðasta hjá Þóri með norska landsliðinu, og hann kvaddi með Evrópumeistaratitli eftir sigur gegn Danmörku í úrslitaleiknum. Eftir mót, eða í síðustu viku, kom svo reyndar í ljós að þetta var einnig kveðjustund hjá Jesper Jensen sem ákvað að hætta með danska liðið ári áður en samningur hans við danska sambandið átti að renna út. En á síðasta blaðamannafundi Þóris í starfi, á EM í desember, gaf Jensen honum gjöf og sagði: „Ég er ánægður með að vera hérna í síðasta leiknum þínum. Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni, eða alla vega vinna þig einu sinni. Mér finnst þú mega vera stoltur eftir að hafa sett ný viðmið í handbolta kvenna. Þú átt mína dýpstu virðingu, af öllu mínu hjarta.“ Fékk hoppandi broskall Þórir tók við gjöfinni frá Jensen og hefur núna greint frá því hvað var í pakkanum, en þetta kemur fram á Nettavisen: „Það var danskur „hoptimist“ í pakkanum. Það var gaman að fá hann,“ sagði Þórir en „hoptimist“ er skemmtileg fígúra eða skrautmunur úr smiðju dansks hönnuðar, eins konar broskall með fjöðrun. Fígúran á að tákna mikla gleði og orku, en hvað les Þórir í þessa gjöf? „Ég veit það nú ekki en ég hef gaman af svona fígúrum. Þetta er kannski táknrænt. Ég hef átt mjög gott vinnusamband við Jesper. Hann hefur alltaf komið vel fram og er maður með góð gildi. Áreiðanlegur náungi,“ sagði Þórir við Nettavisen. Vill ekki taka við Danmörku núna Selfyssingurinn var að sjálfsögðu spurður út í starfið sem nú er laust hjá danska landsliðinu en hló þá létt: „Það er ekki í myndinni núna. En það er á hreinu að…“ byrjaði Þórir en stoppaði svo. „Það er ekki í myndinni að svo stöddu. Ég ætla mér að standa utan við þetta í smástund og velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Þórir. En freistar ekki að taka við Danmörku? „Ekki akkúrat núna. Ég vil nota tímann í annað akkúrat núna og svo sjáum við hvað það endist,“ sagði Þórir. Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Það var ljóst fyrir EM í desember að mótið yrði það síðasta hjá Þóri með norska landsliðinu, og hann kvaddi með Evrópumeistaratitli eftir sigur gegn Danmörku í úrslitaleiknum. Eftir mót, eða í síðustu viku, kom svo reyndar í ljós að þetta var einnig kveðjustund hjá Jesper Jensen sem ákvað að hætta með danska liðið ári áður en samningur hans við danska sambandið átti að renna út. En á síðasta blaðamannafundi Þóris í starfi, á EM í desember, gaf Jensen honum gjöf og sagði: „Ég er ánægður með að vera hérna í síðasta leiknum þínum. Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni, eða alla vega vinna þig einu sinni. Mér finnst þú mega vera stoltur eftir að hafa sett ný viðmið í handbolta kvenna. Þú átt mína dýpstu virðingu, af öllu mínu hjarta.“ Fékk hoppandi broskall Þórir tók við gjöfinni frá Jensen og hefur núna greint frá því hvað var í pakkanum, en þetta kemur fram á Nettavisen: „Það var danskur „hoptimist“ í pakkanum. Það var gaman að fá hann,“ sagði Þórir en „hoptimist“ er skemmtileg fígúra eða skrautmunur úr smiðju dansks hönnuðar, eins konar broskall með fjöðrun. Fígúran á að tákna mikla gleði og orku, en hvað les Þórir í þessa gjöf? „Ég veit það nú ekki en ég hef gaman af svona fígúrum. Þetta er kannski táknrænt. Ég hef átt mjög gott vinnusamband við Jesper. Hann hefur alltaf komið vel fram og er maður með góð gildi. Áreiðanlegur náungi,“ sagði Þórir við Nettavisen. Vill ekki taka við Danmörku núna Selfyssingurinn var að sjálfsögðu spurður út í starfið sem nú er laust hjá danska landsliðinu en hló þá létt: „Það er ekki í myndinni núna. En það er á hreinu að…“ byrjaði Þórir en stoppaði svo. „Það er ekki í myndinni að svo stöddu. Ég ætla mér að standa utan við þetta í smástund og velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Þórir. En freistar ekki að taka við Danmörku? „Ekki akkúrat núna. Ég vil nota tímann í annað akkúrat núna og svo sjáum við hvað það endist,“ sagði Þórir.
Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira