Anita Bryant er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 12:21 Anita Bryant og maður hennar, Bob Green, fagna því að hafa fellt úr gildi reglugerð sem kom í veg fyrir mismunun fólks á grundvelli kynhneigðar. Getty Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri. Fjölskylda Bryant greindi frá andlátinu í tilkynningu á fimmtudag. Þar kom fram að Anita hefði látist á heimili sínu í Edmond í Oklahoma þann 16. desember 2024. „Megi minning Anitu og trú hennar á eilíft líf gegnum Krist hugga alla þá sem umlykja hana,“ sagði í tilkynningunni. Bryant lætur eftir sig fjögur börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. Víða hötuð vegna baráttu sinnar Anita Bryant fæddist þann 25. mars 1940 í Barnsdall í Oklahoma. Hún var valin Ungfrú Oklahoma þegar hún var átján ára gömul og varð í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ameríku. Bryant var talin fegurst í Oklahoma árið 1958.Getty Árið 1959 hóf hún tónlistarferill sinn með plötunni Anita Bryant og skaust hratt í kjölfarið upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við Till There Was You, In My Little Corner of the World og Paper Roses. Frá 1961 til 1968 fór hún gjarnan í tónleikaferðalög með Bob Hope að skemmta bandaríska hernum og hlaut hún síðar silfurorðu þjóðvarðliðsin og gullorðu VFW (Veterans of Foreign Wars) fyrir skemmtunina. Hún varð síðar talskona Florida Citrus og bjó til frasann „Morgunmatur án appelsínusafa er eins og dagur án sólar“. Orðstír Bryant breyttist töluvert á áttunda áratugnum þegar hún varð virk baráttukona gegn réttindum samkynhneigðra. Hún leiddi þar herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Anita Bryant og eiginmaður hennar, Rober Green, nokkrum augnablikum eftir að maður sem þóttist vera blaðamaður kastaði köku framan í hana.Getty „Ég blandaði mér bara í málið því þeir voru að biðja um sérstök forréttindi sem brutu í bága við lög Flórída, svo ekki sé minnst á lög Guðs,“ sagði hún í viðtali við Playboy árið 1978. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra sniðgengu appelsínusafa frá Flórída markvisst eftir yfirlýsingar hennar og er talið að hún hafi einnig orðið af um hálfri milljón Bandaríkjadala vegna baráttu sinnar. Tveir stuðningsmenn réttinda samkynhneigra pósa fyrir mynd. Annar er í vel merktum bol.Getty Andlát Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Fjölskylda Bryant greindi frá andlátinu í tilkynningu á fimmtudag. Þar kom fram að Anita hefði látist á heimili sínu í Edmond í Oklahoma þann 16. desember 2024. „Megi minning Anitu og trú hennar á eilíft líf gegnum Krist hugga alla þá sem umlykja hana,“ sagði í tilkynningunni. Bryant lætur eftir sig fjögur börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. Víða hötuð vegna baráttu sinnar Anita Bryant fæddist þann 25. mars 1940 í Barnsdall í Oklahoma. Hún var valin Ungfrú Oklahoma þegar hún var átján ára gömul og varð í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ameríku. Bryant var talin fegurst í Oklahoma árið 1958.Getty Árið 1959 hóf hún tónlistarferill sinn með plötunni Anita Bryant og skaust hratt í kjölfarið upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við Till There Was You, In My Little Corner of the World og Paper Roses. Frá 1961 til 1968 fór hún gjarnan í tónleikaferðalög með Bob Hope að skemmta bandaríska hernum og hlaut hún síðar silfurorðu þjóðvarðliðsin og gullorðu VFW (Veterans of Foreign Wars) fyrir skemmtunina. Hún varð síðar talskona Florida Citrus og bjó til frasann „Morgunmatur án appelsínusafa er eins og dagur án sólar“. Orðstír Bryant breyttist töluvert á áttunda áratugnum þegar hún varð virk baráttukona gegn réttindum samkynhneigðra. Hún leiddi þar herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Anita Bryant og eiginmaður hennar, Rober Green, nokkrum augnablikum eftir að maður sem þóttist vera blaðamaður kastaði köku framan í hana.Getty „Ég blandaði mér bara í málið því þeir voru að biðja um sérstök forréttindi sem brutu í bága við lög Flórída, svo ekki sé minnst á lög Guðs,“ sagði hún í viðtali við Playboy árið 1978. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra sniðgengu appelsínusafa frá Flórída markvisst eftir yfirlýsingar hennar og er talið að hún hafi einnig orðið af um hálfri milljón Bandaríkjadala vegna baráttu sinnar. Tveir stuðningsmenn réttinda samkynhneigra pósa fyrir mynd. Annar er í vel merktum bol.Getty
Andlát Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira