Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:56 Mette segist búast við því að ræða við Trump eftir að hann verði kjörinn forseti. EPA Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. Þó að það sem fór fram á fundinum eigi að vera trúnaðarmál veittu einhverjir stjórnmálamannanna viðtöl að honum loknum, þar á meðal leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. „Þú getur tekið Donald Trump alvarlega án þess að trúa honum bókstaflega,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen, Mette Frederiksen, Lars Løkke Rasmussen.EPA Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna undir komandi stjórn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Sérstaklega eftir Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna, en líka vegna ummæla Trumps um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Mette var spurð hvað henni þætti um þessi ummæli Trumps. „Ég hef enga ástæðu til að trúa því að það séu kringumstæðurnar sem bíði okkar,“ sagði hún. Að sögn Lars Løkke bíða dönsk stjórnvöld nú eftir því að Trump taki embætti. Þá muni þau opna á samtal við hann um málið Samkvæmt Berlingske hafa hvorki Mette né Lars Løkke átt í sambandi við Trump undanfarið, og heldur ekki Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur. „Það er náið samstarf milli Bandaríkjanna og Danmerkur,“ er haft eftir Mette. „Við höfum óskað eftir því að ræða um þetta, og ég geri ráð fyrir því að samtalið muni eiga sér stað. En ég býst ekki við því að það verði fyrr en eftir 20. janúar,“ sagði hún einnig, en þá verður Trump forseti Bandaríkjanna á ný. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Þó að það sem fór fram á fundinum eigi að vera trúnaðarmál veittu einhverjir stjórnmálamannanna viðtöl að honum loknum, þar á meðal leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. „Þú getur tekið Donald Trump alvarlega án þess að trúa honum bókstaflega,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen, Mette Frederiksen, Lars Løkke Rasmussen.EPA Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna undir komandi stjórn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Sérstaklega eftir Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna, en líka vegna ummæla Trumps um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Mette var spurð hvað henni þætti um þessi ummæli Trumps. „Ég hef enga ástæðu til að trúa því að það séu kringumstæðurnar sem bíði okkar,“ sagði hún. Að sögn Lars Løkke bíða dönsk stjórnvöld nú eftir því að Trump taki embætti. Þá muni þau opna á samtal við hann um málið Samkvæmt Berlingske hafa hvorki Mette né Lars Løkke átt í sambandi við Trump undanfarið, og heldur ekki Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur. „Það er náið samstarf milli Bandaríkjanna og Danmerkur,“ er haft eftir Mette. „Við höfum óskað eftir því að ræða um þetta, og ég geri ráð fyrir því að samtalið muni eiga sér stað. En ég býst ekki við því að það verði fyrr en eftir 20. janúar,“ sagði hún einnig, en þá verður Trump forseti Bandaríkjanna á ný.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira