Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. janúar 2025 21:58 Sigríður Gunnarsdóttir býr í Smyrilshlíð. Hún er ekki ánægð með fyrirhugaðar framkvæmdir í hverfinu. Vísir/Bjarni Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum. Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira