Erlent

Fimm for­setar við­staddir út­för Carters

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Allir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem lifa eru samankomnir ásamt Kamölu Harris varaforseta.
Allir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem lifa eru samankomnir ásamt Kamölu Harris varaforseta. AP/Jacquelyn Martin

Fimm Bandaríkjaforsetar og einn varaforseti eru viðstaddir útför Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem lést á dögunum hundrað ára að aldri.

Sex daga útför hans hófst 4. janúar. Þá fylgdi bílalest líkbíl með kistu forsetans frá Plains, heimabæ Carters í Georgíuríki, til borgarinnar Atlanta í sama ríki. Þar lá kista forsetans fyrrverandi í tvo daga. Þá var Carter flogið til Washington höfuðborgar Bandaríkjanna og í dag fer fram minningarathöfn í þjóðardómkirkjunni.

Carter var 39. Bandaríkjaforseti og gegndi embættinu í eitt kjörtímabil, árin 1977 til 1981. Hann laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan þegar hann sóttist eftir endurkjöri. Vísir gerði lífshlaupi Carters ítarleg skil í tilefni hundrað ára afmælis hans í október í fyrra.

Joe Biden, forseti og Kamala Harris eru viðstödd athöfnina sem stendur yfir en ásamt þeim eru Donald Trump, Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton, fyrrverandi forsetar, allir viðstaddir.

Fylgjast má með athöfninni í beinni útsendingu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×