Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 14:53 Par skoðar rústir húss þeirra. AP/Ethan Swope Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. Allir sem vitað er að hafa dáið fundust í Altadena en þau létust vegna Eaton-eldsins svokallaða. Hann dreifði gífurlega hratt úr sér á þriðjudaginn og höfðu íbúar mjög takmarkaðan tíma til að flýja. Óttast er að fleiri hafi dáið en vitað sé. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Að minnsta kosti 130 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. LA Times segir þetta einhverja skæðustu gróðurelda svæðisins í manna minnum. Kort frá CalFire sem sýnir fjóra ef eldunum í Los Angeles. Enn sem komið er hafa eldarnir að mestu brunnið stjórnlausir og hefur slökkviliðsmönnum ekkert gengið að ná tökum á þeim. Þeir eru sagðir verulega þreyttir eftir linnulaus störf undanfarna daga en tveir nýir eldar kviknuðu í gærkvöldi. Mikill og þurr vindur hefur verið á svæðinu og hefur það gert slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þó dregið hafi úr vindi er talið að veðrið muni lítið hjálpa fyrr en í fyrsta lagi í annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Los Angeles sem flestar voru teknar af ljósmyndurum AP fréttaveitunnar í morgun og í gærkvöldi. Gervihnattarmynd af Eaton-eldinum í gærkvöldi.AP/Maxar Maður gengur hjá brunnu húsi í Altadena.AP/Ethan Swope Brennt tré í Altadena. Mikill vindur hefur dreift glóðum víða.AP/Nic Coury Stytta sem varð eldi að bráð í Pacific Palisades.AP/Damian Dovarganes Hjólreiðamaður í Altadena.(AP/Chris Pizzello Kona fyrir framan brunnið heimili hennar í Palisades.AP/Etienne Laurent Borgarar hjálpa slökkviliðsmanni í Altadena.AP/Chris Pizzello Slökkviliðsmaður að störfum í Altadena.AP/Ethan Swope Aðstður hafa verið mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.AP/Ethan Swope Rúmlega tvö þúsund hús hafa orðið eldi að bráð.AP/Stephen Lam Slökkviliðsmenn reyna að bjarga húsi í Palisades hverfinu.AP/Etienne Laurent Af Palisades eldinum.AP/Damian Dovarganes Logandi bíll í Altadena.AP/Ethan Swope Tveir eldanna í Los Angeles eru mjög stórir.AP/Stephen Lam Frá Altadena, þar sem fjölmörg hús hafa brunnið.AP/Stephen Lam Fólk virðir eldana fyrir sér úr fjarska.AP/Etienne Laurent Vatni varpað á eld úr lofti.AP/Ethan Swope Hæðarnar kringum Los Angeles eru skógi vaxnar og gróðurinn þar er mjög þurr.AP/Etienne Laurent Slökkviliðsmaður horfir á brennandi hús í Pacific Palisades.AP/Etienne Laurent Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Allir sem vitað er að hafa dáið fundust í Altadena en þau létust vegna Eaton-eldsins svokallaða. Hann dreifði gífurlega hratt úr sér á þriðjudaginn og höfðu íbúar mjög takmarkaðan tíma til að flýja. Óttast er að fleiri hafi dáið en vitað sé. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Að minnsta kosti 130 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. LA Times segir þetta einhverja skæðustu gróðurelda svæðisins í manna minnum. Kort frá CalFire sem sýnir fjóra ef eldunum í Los Angeles. Enn sem komið er hafa eldarnir að mestu brunnið stjórnlausir og hefur slökkviliðsmönnum ekkert gengið að ná tökum á þeim. Þeir eru sagðir verulega þreyttir eftir linnulaus störf undanfarna daga en tveir nýir eldar kviknuðu í gærkvöldi. Mikill og þurr vindur hefur verið á svæðinu og hefur það gert slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þó dregið hafi úr vindi er talið að veðrið muni lítið hjálpa fyrr en í fyrsta lagi í annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Los Angeles sem flestar voru teknar af ljósmyndurum AP fréttaveitunnar í morgun og í gærkvöldi. Gervihnattarmynd af Eaton-eldinum í gærkvöldi.AP/Maxar Maður gengur hjá brunnu húsi í Altadena.AP/Ethan Swope Brennt tré í Altadena. Mikill vindur hefur dreift glóðum víða.AP/Nic Coury Stytta sem varð eldi að bráð í Pacific Palisades.AP/Damian Dovarganes Hjólreiðamaður í Altadena.(AP/Chris Pizzello Kona fyrir framan brunnið heimili hennar í Palisades.AP/Etienne Laurent Borgarar hjálpa slökkviliðsmanni í Altadena.AP/Chris Pizzello Slökkviliðsmaður að störfum í Altadena.AP/Ethan Swope Aðstður hafa verið mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.AP/Ethan Swope Rúmlega tvö þúsund hús hafa orðið eldi að bráð.AP/Stephen Lam Slökkviliðsmenn reyna að bjarga húsi í Palisades hverfinu.AP/Etienne Laurent Af Palisades eldinum.AP/Damian Dovarganes Logandi bíll í Altadena.AP/Ethan Swope Tveir eldanna í Los Angeles eru mjög stórir.AP/Stephen Lam Frá Altadena, þar sem fjölmörg hús hafa brunnið.AP/Stephen Lam Fólk virðir eldana fyrir sér úr fjarska.AP/Etienne Laurent Vatni varpað á eld úr lofti.AP/Ethan Swope Hæðarnar kringum Los Angeles eru skógi vaxnar og gróðurinn þar er mjög þurr.AP/Etienne Laurent Slökkviliðsmaður horfir á brennandi hús í Pacific Palisades.AP/Etienne Laurent
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33