Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2025 12:11 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“ Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“
Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24
Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12