Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 09:40 Herbert Kickl, leiðtogi Frelsisflokksins, reynir nú að tjasla saman ríkisstjórn með flokki sem lýst hefur óbeit á honum. AP/Heinz-Peter Bader Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra. Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra.
Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57
Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31