Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 09:40 Herbert Kickl, leiðtogi Frelsisflokksins, reynir nú að tjasla saman ríkisstjórn með flokki sem lýst hefur óbeit á honum. AP/Heinz-Peter Bader Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra. Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra.
Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57
Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31