Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 09:40 Herbert Kickl, leiðtogi Frelsisflokksins, reynir nú að tjasla saman ríkisstjórn með flokki sem lýst hefur óbeit á honum. AP/Heinz-Peter Bader Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra. Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra.
Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57
Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31