Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2025 20:03 Það er eðlilegt að sakna ástvinanna sem haldnir eru aftur út eftir jólafrí. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi ráðleggur fólki að reyna að njóta núlíðandi stundar. Það sé eðlilegt að fyllast aðskilnaðarkvíða þegar ástvinir séu kvaddir eftir gott jólafrí. Sumir finni fyrir kvíðanum allan tímann á meðan ástvinurinn er á landinu. „Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“ Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“
Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira