Kynlífstækjaverslunin Losti birti lista á Instagram síðu sinni yfir það hvað þeim þyki æskilegt að skilja eftir á liðnu ári og hvað eigi að taka með sér inn í nýtt ár.
Það sem Losti segir að tilheyri 2024 er eftirfarandi:
Rauð flögg, gervi (e. fake) vinir gervi (e. fake) fullnægingar, lélegt kynlíf, einmanaleiki, eitruð (e. toxic) sambönd, meðvirkni, sjálfsefi, niðurrif og sjálfshatur.
Það sem Losti tekur svo fagnandi 2025 er eftirfarandi:
Græn flögg, trausta vini, góðar fullnægingar, betra kynlíf, meiri nánd, heilbrigð sambönd, skýr mörk, sjálfstraust, sjálfsefling, sjálfsást.