Á föstudagskvöldið var sýndur annar þáttur í Draumahöllinni þar sem Steindi og Saga fara með öll aðalhlutverkin.
Þar vakti athygli skets þar sem þau leika par sem hefur ákveðið að opna sambandið. Parið mætir í viðtal við sjónvarpskonu og ræðir hvernig sambandið virkar eftir að ákveðið var að opna dyrnar fyrir öðrum. Það má segja að hlutirnir séu aðeins öðruvísi milli þeirra tveggja.
Hér að neðan má sjá atriðið en Draumahöllin er á Stöð 2 á föstudagskvöldum.