Allt er fertugum LeBron fært Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2025 08:02 Magnaður íþróttamaður. Ronald Martinez/Getty Images Hinn fertugi LeBron James heldur áfram að skríða upp alla þá lista yfir tölfræði sem NBA-deildin í körfubolta getur boðið upp á. Nú síðast fór hann upp fyrir Michael Jordan er kemur að því að skora 30 stig eða meira í leik. LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar. Körfubolti NBA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar.
Körfubolti NBA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira