Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglu um verkefni dagsins frá fimm í morgun til fimm nú síðdegis. Þar segir að viðkomandi hafi verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að tilkynning hafi borist um öryggisvörð í átökum við annan einstakling í verslunarmiðstöð í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Viðkomandi var handtekinn og færður á lögreglustöð til skýrslutöku, en látinn laus að henni lokinn.
Eins var tilkynnt um einsatkling í annarlegu ástandi á hóteli í Fossvogi. Hann reyndist þó samvinnuþýður og kom lögregla honum í viðeigandi úrræði á vegum Reykjavíkurborgar.