Íslandsbanki umbreytir láni til Havila í hlutafé og verði einn stærsti hluthafinn
Íslandsbanki hefur umbreytt lánum sem voru veitt til Havila Shipping í hlutafé og verður bankinn í kjölfarið einn stærsti hluthafi norska fyrirtækisins með um sjö prósenta eignarhlut. Hlutabréfaverð skipafélagsins féll um liðlega sjötíu prósent í fyrra samhliða versnandi afkomu en íslenskir bankar – Íslandsbanki og Arion – töpuðu milljörðum króna á lánveitingum sínum til Havila fyrir um einum áratug.
Tengdar fréttir
Fengu kauprétt fyrir milljarða lánin til Havila
Fjárhagslegri endurskipulagningu Havila Shipping í Noregi lauk í síðustu viku. Arion banki og Íslandsbanki lánuðu fyrirtækinu 5,5 milljarða króna. Bankarnir fengu meðal annars kauprétt á alls 18 prósenta hlut í norska skipafélaginu.
Havila í greiðslustöðvun og afskrifar 21 milljarð
Norska skipafélagið Havila tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%.