Þungar vikur framundan Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2024 12:40 Þrjátíu og sjö eru í einangrun á Landspítalanum með inflúensu eða aðrar öndunarfærasýkingar. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Landspítalans búast við að næsta vikur verði þungar eftir að inflúensan tók að breiðast út. Nokkrir sjúklingar liggja á gjörgæslu og bráðamóttöku með inflúensu og hefur grímuskylda verið tekin upp á spítalanum. Í hádeginu á aðfangadag var grímuskylda tekin upp á Landspítalanum en Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segir það gert þar sem inflúensan sé að sækja í sig veðrið ofan í aðrar öndunarfærasýkingar sem hafa verið að ganga í samfélaginu. „Inflúensan er komin og spítalinn er alltaf svona viku tíu dögum á eftir samfélaginu og við vissum það að það voru búin að vera mikil veikindi í samfélaginu fyrir jólin. Þannig við skoðuðum hjá okkur og sáum það að það var að sigla í þetta sama ástand þar sem það voru margir að koma inn með inflúensu og svo sem aðrar öndunarfæraveirur. Þannig við brugðum á það ráð sem að við þekkjum vel og gagnast vel og er lítið íþyngjandi að setja á grímuskyldu.“ Hildur Helgadóttir er formaður farsóttanefndar Landspítalans.Vísir/Egill Hún segir nokkra sjúklinga liggja inni á bráðamóttökunni með inflúensu og á gjörgæslu. „Það eru þrjátíu og sjö manns í einangrun á spítalanum út af öndunarfæraveirum. Sem er þá ýmislegt. Það er inflúensan þar á meðal og líka fleiri veirur.“ Þá sé RS vírusinn enn að hafa töluverð áhrif á börn en átta börn liggi inni á Barnaspítalanum með RS. Hildur hvetur fólk til að bólusetja sig gegn flensunni en það er gert hjá heilsugæslustöðvum. „Það er ekkert orðið of seint. Endilega að gera það því að bólusetningin dregur úr veikindunum. Hún kannski hindrar smit í einhverju tilvikum en allavega verða veikindin minni.“ Þá býst Hildur við að næstu vikur verði snúnar á spítalanum. „Við bara búumst við fleiri tilvikum og faraldurinn er greinilega að sækja í sig veðrið. Þá fáum við þá sem verða veikastir og þurfa innlögn. Þannig það má alveg búast við að næstu vikur verða þungar.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Í hádeginu á aðfangadag var grímuskylda tekin upp á Landspítalanum en Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segir það gert þar sem inflúensan sé að sækja í sig veðrið ofan í aðrar öndunarfærasýkingar sem hafa verið að ganga í samfélaginu. „Inflúensan er komin og spítalinn er alltaf svona viku tíu dögum á eftir samfélaginu og við vissum það að það voru búin að vera mikil veikindi í samfélaginu fyrir jólin. Þannig við skoðuðum hjá okkur og sáum það að það var að sigla í þetta sama ástand þar sem það voru margir að koma inn með inflúensu og svo sem aðrar öndunarfæraveirur. Þannig við brugðum á það ráð sem að við þekkjum vel og gagnast vel og er lítið íþyngjandi að setja á grímuskyldu.“ Hildur Helgadóttir er formaður farsóttanefndar Landspítalans.Vísir/Egill Hún segir nokkra sjúklinga liggja inni á bráðamóttökunni með inflúensu og á gjörgæslu. „Það eru þrjátíu og sjö manns í einangrun á spítalanum út af öndunarfæraveirum. Sem er þá ýmislegt. Það er inflúensan þar á meðal og líka fleiri veirur.“ Þá sé RS vírusinn enn að hafa töluverð áhrif á börn en átta börn liggi inni á Barnaspítalanum með RS. Hildur hvetur fólk til að bólusetja sig gegn flensunni en það er gert hjá heilsugæslustöðvum. „Það er ekkert orðið of seint. Endilega að gera það því að bólusetningin dregur úr veikindunum. Hún kannski hindrar smit í einhverju tilvikum en allavega verða veikindin minni.“ Þá býst Hildur við að næstu vikur verði snúnar á spítalanum. „Við bara búumst við fleiri tilvikum og faraldurinn er greinilega að sækja í sig veðrið. Þá fáum við þá sem verða veikastir og þurfa innlögn. Þannig það má alveg búast við að næstu vikur verða þungar.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21