Innlent

Strætó rann á bíl og ruslaskýli

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær.

Þá var einn ökumaður stöðvaður sem hafði ekið mjög hratt miðað við þær vetraraðstæður sem voru, og misst stjórn á afturenda bílsins nálægt öðrum bifreiðum. Hann hafði skipt um akrein 5 sinnum án þess að gefa stefnumerki og ekið á allt að 100 km/klst.

Tilkynnt var um slagsmál og læti í miðbænum í tvígang, en í bæði skiptin var enginn á vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Þá var tilkynnt um þjófnað á bifreið sem fannst seinna um nóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×