Þá var einn ökumaður stöðvaður sem hafði ekið mjög hratt miðað við þær vetraraðstæður sem voru, og misst stjórn á afturenda bílsins nálægt öðrum bifreiðum. Hann hafði skipt um akrein 5 sinnum án þess að gefa stefnumerki og ekið á allt að 100 km/klst.
Tilkynnt var um slagsmál og læti í miðbænum í tvígang, en í bæði skiptin var enginn á vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Þá var tilkynnt um þjófnað á bifreið sem fannst seinna um nóttina.