Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2024 09:32 Stuðningsmenn AfD hópuðust saman í gær og kölluðu öfgakennd slagorð um innflytjendur vegna árásarinnar í Madgeburg. Þýskur dómstóll hefur staðfest flokkinn sem mögulega hættuleg öfgasamtök. EPA Alternative für Deutschland, öfgahægriflokkurinn sem árásarmaðurinn sem drap fimm er hann ók sendibíl á gesti jólamarkaðar í Madgeburg studdi, stóð fyrir minningaviðburði í gær vegna voðaverkanna. Þar var gert ákall eftir brottvísunum og lokuðum landamærum, orðræða sem svipar til viðhorfa árásarmannsins. Í árlegu jólaávarpi sínu í dag sagði Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands að atburðirnir í Madgeburg síðustu daga hafi varpað dökkum skugga á hátíðahöld Þjóðverja í ár. Fimm létu lífið og yfir tvö hundruð meiddust þegar sendibíl var ekið inn á jólamarkað í borginni þann 20. desember. Hann biðlaði til fólks að standa saman í stað þess að tvístrast vegna öfgakenndra skoðana. Árásarmaðurinn, fimmtugur læknir frá Sádi-Arabíu, hefur verið ákærður fyrir verknaðinn en tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Þýski öfgahægriflokkurinn AfD stóð fyrir minningarviðburði vegna árásarinnar í gær. Í frétt BBC segir að Alice Weidel einn leiðtogi flokksins hafi kallað eftir breytingum „til þess að við getum loksins búið við öryggi á ný“ og viðstaddir svarað með því að kalla „brottvísum þeim“. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er ýmislegt ódæmigert við árásarmanninn. Aðrar árásir sem gerðar hafa verið á jólamarkaði í Þýskalandi hafa verið raktar til hryðjuverkasamtaka. Í umfjöllun BBC segir að árásarmaðurinn hafi gagnrýnt Islam og lýst yfir stuðningi við AfD og innflytjendastefnu hans á samfélagsmiðlum. AfD hefur ekki tjáð sig um samfélagsmiðlafærslur árásarmannsins tengdar flokknum. Þrátt fyrir neikvæða orðræðu hans gagnvart bæði innflytjendum og Íslam hefur Martin Reichardt leiðtogi flokksins í Saxlandi-Anhalt sagt á X að „árásin í Madgeburg sýni að verið er að draga Þýskaland í pólitískt og trúarlegt ofstæki sem á uppruna sinn í annan heim.“ Fylgi flokksins mælist hátt í skoðanakönnunum en þingkosningar fara fram í lok febrúar. Vegna árásarinnar og orðræðu flokksins vegna hennar gagnvart innflytjendum er ljóst að innflytjendamál verða í brennidepli í kosningabaráttunni. Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Þýskaland Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29 Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Í árlegu jólaávarpi sínu í dag sagði Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands að atburðirnir í Madgeburg síðustu daga hafi varpað dökkum skugga á hátíðahöld Þjóðverja í ár. Fimm létu lífið og yfir tvö hundruð meiddust þegar sendibíl var ekið inn á jólamarkað í borginni þann 20. desember. Hann biðlaði til fólks að standa saman í stað þess að tvístrast vegna öfgakenndra skoðana. Árásarmaðurinn, fimmtugur læknir frá Sádi-Arabíu, hefur verið ákærður fyrir verknaðinn en tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Þýski öfgahægriflokkurinn AfD stóð fyrir minningarviðburði vegna árásarinnar í gær. Í frétt BBC segir að Alice Weidel einn leiðtogi flokksins hafi kallað eftir breytingum „til þess að við getum loksins búið við öryggi á ný“ og viðstaddir svarað með því að kalla „brottvísum þeim“. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er ýmislegt ódæmigert við árásarmanninn. Aðrar árásir sem gerðar hafa verið á jólamarkaði í Þýskalandi hafa verið raktar til hryðjuverkasamtaka. Í umfjöllun BBC segir að árásarmaðurinn hafi gagnrýnt Islam og lýst yfir stuðningi við AfD og innflytjendastefnu hans á samfélagsmiðlum. AfD hefur ekki tjáð sig um samfélagsmiðlafærslur árásarmannsins tengdar flokknum. Þrátt fyrir neikvæða orðræðu hans gagnvart bæði innflytjendum og Íslam hefur Martin Reichardt leiðtogi flokksins í Saxlandi-Anhalt sagt á X að „árásin í Madgeburg sýni að verið er að draga Þýskaland í pólitískt og trúarlegt ofstæki sem á uppruna sinn í annan heim.“ Fylgi flokksins mælist hátt í skoðanakönnunum en þingkosningar fara fram í lok febrúar. Vegna árásarinnar og orðræðu flokksins vegna hennar gagnvart innflytjendum er ljóst að innflytjendamál verða í brennidepli í kosningabaráttunni.
Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Þýskaland Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29 Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53
Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29
Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55