Segir Grænland ekki falt Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 15:01 Múte Bourup Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, vill ekki verða Bandaríkjamaður. Vísir/EPA Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X. Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X.
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22