Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 09:22 Bandaríkskar flugvélar á Thule-herflugvellinum á Grænlandi. Eyjan er talin hafa hernaðarlegt og viðskiptalegt mikilvægi, ekki síst ef siglingarslóðir um norðurheimskautið opnast. Vísir/Getty Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. Ken Howery, einn stofnenda greiðslumiðlunarinnar Paypal og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð í fyrri forsetatíð Trump, er sendiherraefni verðandi forsetans í Danmörku. Þegar Trump greindi frá því sagði hann einnig að yfirráð yfir Grænlandi væru lykilatriði. „Fyrir þjóðaröryggi og frelsi í heiminum finnst Bandaríkjunum að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu alger nauðsyn,“ skrifaði Trump án þess þó að segja hreint út að Bandaríkin ættu að eiga Grænlandi. Hann viðraði þá hugmynd skömmu fyrir fyrirhugaða heimsókn til Danmerkur árið 2019. Bæði danskir og grænlenskir ráðamenn höfnuðu henni alfarið. Trump aflýsti heimsókninni eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra, sagði hugmyndina „fráleita“. Bandaríski forsetinn sagði orð Frederiksen „óviðeigandi“ og „viðbjóðsleg“. Ken Howery, þá sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, með Magdalenu Svíaprinsessu á viðburði árið 2019.Vísir/Getty Howery er hluti af hópi sem var nefndur „Paypal-mafían“ en henni tilheyra einnig Musk, sem er einn helsti bakhjarl og ráðgjafi Trump um þessar mundir, og Peter Thiel, annar erkiíhaldsamur auðkýfingur sem styrkir bandaríska repúblikana. Musk neitaði því fyrir nokkrum árum að hann byggi á laun í íburðarmiklu sveitasetri Howery í Texas á sama tíma og hann hélt því fram að hann byggi í ódýrri leiguíbúð nærri starfsstöð geimferðafyrirtækisins SpaceX. Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Ken Howery, einn stofnenda greiðslumiðlunarinnar Paypal og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð í fyrri forsetatíð Trump, er sendiherraefni verðandi forsetans í Danmörku. Þegar Trump greindi frá því sagði hann einnig að yfirráð yfir Grænlandi væru lykilatriði. „Fyrir þjóðaröryggi og frelsi í heiminum finnst Bandaríkjunum að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu alger nauðsyn,“ skrifaði Trump án þess þó að segja hreint út að Bandaríkin ættu að eiga Grænlandi. Hann viðraði þá hugmynd skömmu fyrir fyrirhugaða heimsókn til Danmerkur árið 2019. Bæði danskir og grænlenskir ráðamenn höfnuðu henni alfarið. Trump aflýsti heimsókninni eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra, sagði hugmyndina „fráleita“. Bandaríski forsetinn sagði orð Frederiksen „óviðeigandi“ og „viðbjóðsleg“. Ken Howery, þá sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, með Magdalenu Svíaprinsessu á viðburði árið 2019.Vísir/Getty Howery er hluti af hópi sem var nefndur „Paypal-mafían“ en henni tilheyra einnig Musk, sem er einn helsti bakhjarl og ráðgjafi Trump um þessar mundir, og Peter Thiel, annar erkiíhaldsamur auðkýfingur sem styrkir bandaríska repúblikana. Musk neitaði því fyrir nokkrum árum að hann byggi á laun í íburðarmiklu sveitasetri Howery í Texas á sama tíma og hann hélt því fram að hann byggi í ódýrri leiguíbúð nærri starfsstöð geimferðafyrirtækisins SpaceX.
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42