Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 18:48 Fyrsta ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur. Það var engin lognmolla á Bessastöðum þegar, hefð samkvæmt, voru teknar myndir nýrri ríkisstjórn á tröppum Bessastaða. Herramennirnir í öftustu röð voru í minna brasi en aðrir ráðherrar með hárið í rokinu. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og Inga Sæland, félagsmálaráðherra komu syngjandi út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem lauk á sjötta tímanum í dag. Líkt og kunnugt er var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Þess má geta að Kristrún verður yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar en í stjórninni eru konur einnig í miklum meirihluta en stjórnina skipa sjö konur og fjórir karlar. Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira