„Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 12:02 Harpa Brynjarsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa búið í Magdeburg í þó nokkur ár. Harpa/AP Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“ Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira