Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 20. desember 2024 11:32 Einhver sagði si svona: “Það þarf bara að loka einu álveri til að eiga næga orku og klára orkuskiptin”. En það er aðeins flóknara en það… Álverin á Íslandi greiða fyrir raforkuna sem þau kaupa og gera um þau viðskipti langtíma samninga. Þessir samningar eru um leið traustur rekstrargrunnur orkufyrirtækjanna. Fyrir þá raforku sem álverin kaupa, verða til verðmæti. Útflutningsverðmæti álframleiðslu á síðasta ári voru 325 milljarðar og innlend útgjöld álveranna voru 160 milljarðar. Þar af greiddu álverin rúma 25 milljarða í laun og launatengd gjöld og þau greiddu 9,5 milljarða í opinber gjöld. Álverin þrjú á Íslandi eru öll í spriklandi fínu standi enda hafa þau lagt sig fram um að fjárfesta í innviðum sínum, bæði til viðhalds og ekki síður til að auka virði þeirrar vöru sem þau framleiða. Á þeim sjást engin ellimerki og engin ástæða til að loka þeim. Ef við lokum álveri til að rýma fyrir orkuskiptunum verða ekki til þau verðmæti sem álverin skapa þjóðinni. Þúsundir Íslendinga munu bera af slíku tjón í formi tekjumissis, en hjá álverunum starfa um 2000 manns í fjölbreyttum störfum og hátt í 5000 manns sé tekið tillit til afleiddra starfa. Frumkvöðlastarf og nýsköpun hefur dafnað nálægt áliðnaði á Íslandi og nýtur vísindasamfélagið góðs af með mörgum áhugaverðum verkefnum sem skipta einmitt máli í baráttunni við loftslagsvána. Það allra mikilvægasta er þó án efa að til viðbótar við þann hagræna ávinning sem þjóðin hefur af álframleiðslu á Íslandi er hún mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Á Íslandi framleiðum við nefnilega ál með lægst kolefnisspor í heimi. Orkuskiptin verður einfaldlega að klára með því að afla meiri orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Stóriðja Áliðnaður Orkuskipti Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver sagði si svona: “Það þarf bara að loka einu álveri til að eiga næga orku og klára orkuskiptin”. En það er aðeins flóknara en það… Álverin á Íslandi greiða fyrir raforkuna sem þau kaupa og gera um þau viðskipti langtíma samninga. Þessir samningar eru um leið traustur rekstrargrunnur orkufyrirtækjanna. Fyrir þá raforku sem álverin kaupa, verða til verðmæti. Útflutningsverðmæti álframleiðslu á síðasta ári voru 325 milljarðar og innlend útgjöld álveranna voru 160 milljarðar. Þar af greiddu álverin rúma 25 milljarða í laun og launatengd gjöld og þau greiddu 9,5 milljarða í opinber gjöld. Álverin þrjú á Íslandi eru öll í spriklandi fínu standi enda hafa þau lagt sig fram um að fjárfesta í innviðum sínum, bæði til viðhalds og ekki síður til að auka virði þeirrar vöru sem þau framleiða. Á þeim sjást engin ellimerki og engin ástæða til að loka þeim. Ef við lokum álveri til að rýma fyrir orkuskiptunum verða ekki til þau verðmæti sem álverin skapa þjóðinni. Þúsundir Íslendinga munu bera af slíku tjón í formi tekjumissis, en hjá álverunum starfa um 2000 manns í fjölbreyttum störfum og hátt í 5000 manns sé tekið tillit til afleiddra starfa. Frumkvöðlastarf og nýsköpun hefur dafnað nálægt áliðnaði á Íslandi og nýtur vísindasamfélagið góðs af með mörgum áhugaverðum verkefnum sem skipta einmitt máli í baráttunni við loftslagsvána. Það allra mikilvægasta er þó án efa að til viðbótar við þann hagræna ávinning sem þjóðin hefur af álframleiðslu á Íslandi er hún mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Á Íslandi framleiðum við nefnilega ál með lægst kolefnisspor í heimi. Orkuskiptin verður einfaldlega að klára með því að afla meiri orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar