Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 13:40 Sitiveni Rabuka, forsætisráðherra Fídji, segir veikindin hafa verið bundin við eitt hótel og að Kyrrahafseyríkið sé öruggur áfangastaður fyrir ferðamenn. AP/Rick Rycroft Ferðamálayfirvöld á Fídji segja að sjö erlendir ríkisborgarar sem veiktust eftir að þeir drukku hanastél á lúxushóteli hafi ekki orðið fyrir eitrun af völdum tréspíra eða ólöglegra lyfja. Málið olli fjaðrafoki í eyríkinu sem reiðir sig að miklu leyti á ferðaþjónustu. Sex Ástralir og einn Bandaríkjamaður voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að þeir veiktust á Warwick-hótelinu, fimm stjörnu gististað við bæinn Sigatoka, á laugardag. Ferðamennirnir köstuðu upp og þjáðust af ógleði og taugakerfiseinkennum, að sögn heilbrigðisyfirvalda á eyjunni. Fjölmiðlar sögðu frá því að grunur léki á því að fólkið hefði orðið fyrir eitrun af völdum mengaðs áfengis. Sex ferðamenn létu lífi eftir að þeir drukku áfenga drykki sem voru mengaðir með tréspíra í Laos í síðasta mánuði. Nú fullyrðir Viliame R. Gavoka, ferðamálaráðherra Fídji, að engin merki um tréspíra eða ólögleg efni hafi fundist í áfenginu eða hráefnum sem voru notuð í hanastélin. „Niðurstaðan að það séu engar vísbendingar um áfengiseitrun eru frábærar fréttir fyrir Fídji, sérstaklega fyrir lífsnauðsynlegan ferðamannaiðnaðinn okkar,“ sagði Gavoka, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hvetur erlend ríki til þess að draga til baka viðvaranir til ríkisborgara sinna um hættuna sem fylgi áfengjum drykkjum á Fídji. Mengað áfengi er vandamál á fjölda ferðamannastaða þar sem takmarkaðar reglur og eftirlit tíðkast. Þar er áfengi ýmist drýgt eða skipt alfarið út fyrir heimabruggaðan spíra sem getur reynst lífshættulegur fólki. Fídji Ferðalög Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05 Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Sex Ástralir og einn Bandaríkjamaður voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að þeir veiktust á Warwick-hótelinu, fimm stjörnu gististað við bæinn Sigatoka, á laugardag. Ferðamennirnir köstuðu upp og þjáðust af ógleði og taugakerfiseinkennum, að sögn heilbrigðisyfirvalda á eyjunni. Fjölmiðlar sögðu frá því að grunur léki á því að fólkið hefði orðið fyrir eitrun af völdum mengaðs áfengis. Sex ferðamenn létu lífi eftir að þeir drukku áfenga drykki sem voru mengaðir með tréspíra í Laos í síðasta mánuði. Nú fullyrðir Viliame R. Gavoka, ferðamálaráðherra Fídji, að engin merki um tréspíra eða ólögleg efni hafi fundist í áfenginu eða hráefnum sem voru notuð í hanastélin. „Niðurstaðan að það séu engar vísbendingar um áfengiseitrun eru frábærar fréttir fyrir Fídji, sérstaklega fyrir lífsnauðsynlegan ferðamannaiðnaðinn okkar,“ sagði Gavoka, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hvetur erlend ríki til þess að draga til baka viðvaranir til ríkisborgara sinna um hættuna sem fylgi áfengjum drykkjum á Fídji. Mengað áfengi er vandamál á fjölda ferðamannastaða þar sem takmarkaðar reglur og eftirlit tíðkast. Þar er áfengi ýmist drýgt eða skipt alfarið út fyrir heimabruggaðan spíra sem getur reynst lífshættulegur fólki.
Fídji Ferðalög Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05 Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05
Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44