Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 20:28 Henry Alexander Henrysson heimspekingur. vísir/vilhelm „Þetta slær mig alveg hrikalega illa ef þetta er satt. Þetta er alveg með ólíkindum ef satt er. Vörn Bjarna byggðist öll á því þegar hann var gagnrýndur í fjölmiðlum að þetta væri allt hefðbundið, þetta væri bara það sama, þetta væri augljóst og hefði alltaf gerst hvort sem var.“ Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og fulltrúi í fagráði um dýravelferð, um nýtt veiðileyfi Hvals hf. en fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að veiðileyfið endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir og er ótímabundið. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Henry tekur fram að þetta sé nýmæli í leyfinu sem sé í þversögn við fyrrgreinda vörn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sem veitti hvalveiðileyfið á sama tíma og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins höfðu hafið stjórnarmyndunarviðræður. Þessir þrír flokkar eru gegn hvalveiðum, telurðu að það hafi haft einhver áhrif? „Það virðist nú hafa verið þannig að þetta hafi staðið til áður en þessar viðræður fóru í gang. Það er alveg augljóst að það hafi ekki hjálpað til og það hafi þurft að gefa aðeins í.“ Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar. Spurður hvað hann telji að taki nú við segir Henry: „Það sem ég held að gerist næst er að nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda þetta leyfi. Ég hugsa að fleiri átti sig á því hvað það er margt bogið við þetta ferli allt saman.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og fulltrúi í fagráði um dýravelferð, um nýtt veiðileyfi Hvals hf. en fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að veiðileyfið endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir og er ótímabundið. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Henry tekur fram að þetta sé nýmæli í leyfinu sem sé í þversögn við fyrrgreinda vörn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sem veitti hvalveiðileyfið á sama tíma og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins höfðu hafið stjórnarmyndunarviðræður. Þessir þrír flokkar eru gegn hvalveiðum, telurðu að það hafi haft einhver áhrif? „Það virðist nú hafa verið þannig að þetta hafi staðið til áður en þessar viðræður fóru í gang. Það er alveg augljóst að það hafi ekki hjálpað til og það hafi þurft að gefa aðeins í.“ Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar. Spurður hvað hann telji að taki nú við segir Henry: „Það sem ég held að gerist næst er að nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda þetta leyfi. Ég hugsa að fleiri átti sig á því hvað það er margt bogið við þetta ferli allt saman.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira