Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson skrifa 17. desember 2024 10:30 Í sumarbyrjun tókst að koma öllum ætluðum þolendum Quang Lé í (tímabundið) var. Með dugnaði þeirra sjálfra, ásamt samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, Vinnumálastofnunar, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Bjarkarhlíðar, tókst að grípa hópinn, finna störf fyrir þau og tryggja þannig grundvöll fyrir dvöl þeirra í landinu til eins árs. Ýmsir þröskuldar og skortur á heildarsýn í málaflokknum þvældist þó fyrir líkt og undirrituð fjölluðu um í fyrri grein. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og yfirlýsingar í upphafi um að ætlaðir þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið eða um stöðu sína hafa takmörkuð svör fengist um framhaldið, nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfanna. Einnig berast fréttir af því að það eigi að afturkalla einhver þeirra dvalarleyfa sem byggja á hjúskap, enda sé ekki um að ræða raunveruleg hjónabönd. Þá má ætla að prófskírteini verði endurskoðuð í samræmi við almennt verklag, sem leitt getur til slæmrar niðurstöðu fyrir ætlaða þolendur mansals. Ef ákvarðanir eru teknar án tillit til sérstakrar og viðkvæmrar stöðu fólksins, sem hugsanlegra þolenda mansals á íslenskum vinnumarkaði, er næsta víst að við köstumst langt aftur í baráttunni gegn vinnumansali á Íslandi. Undirrituð krefjast þess að stofnanir sýni ítrustu hófsemi í öllum ákvörðunum um framtíð einstaklinganna í ljósi þess hvar málið er statt. Undirrituð skora jafnframt á verðandi ráðherra vinnumarkaðsmála annars vegar og dómsmálaráðherra hins vegar að gera það að einu af sínum fyrstu verkum að veita hugrakka pólitíska forystu í þessum efnum og standa með þolendum mansals. Hvað gerist ef við stöndum ekki með þolendum mansals og misneytingar? Rannsókn lögreglu á viðskiptaveldi Quang Lé og tengdra aðila stendur enn þá yfir og ætla má að rannsóknarhagsmunir séu fólgnir í því að eyða óvissu um framtíð ætlaðra þolenda á Íslandi. Fréttir hafa borist af því að Quang Lé og tengdir aðilar hafi reynt að nálgast fyrrum starfsfólk sitt. Eðli misneytingar og mansals í vinnu er þannig að gerandi hefur ofurvald yfir þolendum sínum. Atvinnurekandinn hefur ekki aðeins á hendi sér afkomu fólks heldur einnig húsnæði og dvalarleyfi. Lögregla hefur sjálf tjáð sig um mikilvægi þess að þolendur mansals fái viðeigandi aðstoð og vernd, svo að þau lendi ekki aftur undir hæl gerandans. Það er líka réttlætismál að tryggja vernd fyrir fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi; fólk sem kom um langan veg til Íslands eftir að hafa selt eigur sínar í heimalandinu og jafnvel steypt sér í miklar skuldir, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Síðast en ekki síst er augljóst að þetta mál mun skapa fordæmi, sem mun svo skipta sköpum til lengri tíma um það hvort þolendur misneytingar og mansals verði yfirhöfuð tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Einungis með því að bjóða fólki upp á fyrirsjáanleika og öryggi getum við ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals stígi fram. Sterkari leyfi fyrir þolendur mansals og misneytingar Það má draga mikinn lærdóm af þeim misneytingar- og mansalsmálum sem komið hafa upp undanfarin misseri. Að mati undirritaðra er einna brýnast að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum mansals til boða. Það er einföld breyting. Tryggja þarf að dvalarleyfin telji upp í þann árafjölda sem fólk þarf til að eygja möguleikann á ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi og að leyfin geti verið grundvöllur fjölskyldusameiningar. Í því samhengi má meðal annars horfa til Finnlands þar sem stjórnvöld hafa borið gæfu til þess að endurskoða dvalarleyfakerfið sitt með það að leiðarljósi að þolendur mansals njóti vafans. Að lokum Verkefnið framundan er að eyða allri óvissu fyrir ætlaða þolendur Quang Lé og samhliða því að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum til boða. Þannig sendum við skýr skilaboð til þolenda um að þeim sé óhætt að stíga fram og skýr skilaboð til gerenda um að misneyting launafólks verði ekki liðin. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Saga Kjartansdóttir er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum á skrifstofu ASÍ. Halldór Oddsson er sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs á skrifstofu ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Mansal Vinnumarkaður Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumarbyrjun tókst að koma öllum ætluðum þolendum Quang Lé í (tímabundið) var. Með dugnaði þeirra sjálfra, ásamt samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, Vinnumálastofnunar, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Bjarkarhlíðar, tókst að grípa hópinn, finna störf fyrir þau og tryggja þannig grundvöll fyrir dvöl þeirra í landinu til eins árs. Ýmsir þröskuldar og skortur á heildarsýn í málaflokknum þvældist þó fyrir líkt og undirrituð fjölluðu um í fyrri grein. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og yfirlýsingar í upphafi um að ætlaðir þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið eða um stöðu sína hafa takmörkuð svör fengist um framhaldið, nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfanna. Einnig berast fréttir af því að það eigi að afturkalla einhver þeirra dvalarleyfa sem byggja á hjúskap, enda sé ekki um að ræða raunveruleg hjónabönd. Þá má ætla að prófskírteini verði endurskoðuð í samræmi við almennt verklag, sem leitt getur til slæmrar niðurstöðu fyrir ætlaða þolendur mansals. Ef ákvarðanir eru teknar án tillit til sérstakrar og viðkvæmrar stöðu fólksins, sem hugsanlegra þolenda mansals á íslenskum vinnumarkaði, er næsta víst að við köstumst langt aftur í baráttunni gegn vinnumansali á Íslandi. Undirrituð krefjast þess að stofnanir sýni ítrustu hófsemi í öllum ákvörðunum um framtíð einstaklinganna í ljósi þess hvar málið er statt. Undirrituð skora jafnframt á verðandi ráðherra vinnumarkaðsmála annars vegar og dómsmálaráðherra hins vegar að gera það að einu af sínum fyrstu verkum að veita hugrakka pólitíska forystu í þessum efnum og standa með þolendum mansals. Hvað gerist ef við stöndum ekki með þolendum mansals og misneytingar? Rannsókn lögreglu á viðskiptaveldi Quang Lé og tengdra aðila stendur enn þá yfir og ætla má að rannsóknarhagsmunir séu fólgnir í því að eyða óvissu um framtíð ætlaðra þolenda á Íslandi. Fréttir hafa borist af því að Quang Lé og tengdir aðilar hafi reynt að nálgast fyrrum starfsfólk sitt. Eðli misneytingar og mansals í vinnu er þannig að gerandi hefur ofurvald yfir þolendum sínum. Atvinnurekandinn hefur ekki aðeins á hendi sér afkomu fólks heldur einnig húsnæði og dvalarleyfi. Lögregla hefur sjálf tjáð sig um mikilvægi þess að þolendur mansals fái viðeigandi aðstoð og vernd, svo að þau lendi ekki aftur undir hæl gerandans. Það er líka réttlætismál að tryggja vernd fyrir fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi; fólk sem kom um langan veg til Íslands eftir að hafa selt eigur sínar í heimalandinu og jafnvel steypt sér í miklar skuldir, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Síðast en ekki síst er augljóst að þetta mál mun skapa fordæmi, sem mun svo skipta sköpum til lengri tíma um það hvort þolendur misneytingar og mansals verði yfirhöfuð tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Einungis með því að bjóða fólki upp á fyrirsjáanleika og öryggi getum við ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals stígi fram. Sterkari leyfi fyrir þolendur mansals og misneytingar Það má draga mikinn lærdóm af þeim misneytingar- og mansalsmálum sem komið hafa upp undanfarin misseri. Að mati undirritaðra er einna brýnast að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum mansals til boða. Það er einföld breyting. Tryggja þarf að dvalarleyfin telji upp í þann árafjölda sem fólk þarf til að eygja möguleikann á ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi og að leyfin geti verið grundvöllur fjölskyldusameiningar. Í því samhengi má meðal annars horfa til Finnlands þar sem stjórnvöld hafa borið gæfu til þess að endurskoða dvalarleyfakerfið sitt með það að leiðarljósi að þolendur mansals njóti vafans. Að lokum Verkefnið framundan er að eyða allri óvissu fyrir ætlaða þolendur Quang Lé og samhliða því að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum til boða. Þannig sendum við skýr skilaboð til þolenda um að þeim sé óhætt að stíga fram og skýr skilaboð til gerenda um að misneyting launafólks verði ekki liðin. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Saga Kjartansdóttir er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum á skrifstofu ASÍ. Halldór Oddsson er sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs á skrifstofu ASÍ.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun