Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:09 Nikolas Tomsick í leik gegn KR tímabilið 2018-19, þegar hann lék síðast með Þórsurum. vísir Nikolas Tomsick var stigahæsti maður vallarins er Þór Þorlákshöfn vann sterkan ellefu stiga sigur gegn Álftanesi í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira