Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:09 Nikolas Tomsick í leik gegn KR tímabilið 2018-19, þegar hann lék síðast með Þórsurum. vísir Nikolas Tomsick var stigahæsti maður vallarins er Þór Þorlákshöfn vann sterkan ellefu stiga sigur gegn Álftanesi í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira