Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 14. desember 2024 08:03 Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun