Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 14. desember 2024 08:03 Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun