Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 14. desember 2024 08:03 Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar