Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 08:08 Singh sagði ekkert til í staðhæfingum þingmannsins. Getty/Kevin Dietsch Talsmaður Pentagon neitar því staðfastlega að drónar sem sést hafa í New Jersey á síðustu vikum komi frá „móðurskipi“ Írana við austurströnd Bandaríkjanna. Tugir dróna hafa sést yfir New Jersey í nokkrar vikur, meðal annars við herstöðvar og golfvöll í eigu Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta. Íbúar hafa krafist viðbragða en fátt verið um svör. Fjallað hefur verið um málið í miðlum vestanhafs síðustu daga en það tók nýja stefnu þegar Jeff Van Drew, þingmaður Repúblikanaflokksins frá New Jersey, sagðist í samtali við Fox News hafa það frá háttsettum heimildarmönnum að drónarnir kæmu frá „móðurskipi“ Íran í Atlantshafi. Van Drew sagði að réttast væri að skjóta drónana niður. Sabrina Singh, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar á reglubundnum blaðamannafundi í gær að ekkert væri til í fullyrðingum þingmannsins. „Það er ekkert íranskt skip við strendur Bandaríkjanna og það er ekkert svokallað móðurskip að senda dróna yfir Bandaríkin,“ sagði hún. Það væri raunar mat hermálayfirvalda að drónarnir tengdust ekki erlendum aðilum eða andstæðingum. Alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar en hefur ekki getað veitt útskýringar enn sem komið er. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, sagði 49 tilkynningar hafa borist um dróna bara á sunnudag, en hann ítrekaði að ekki væri talið að þeir ógnuðu öryggi almennings. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Tugir dróna hafa sést yfir New Jersey í nokkrar vikur, meðal annars við herstöðvar og golfvöll í eigu Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta. Íbúar hafa krafist viðbragða en fátt verið um svör. Fjallað hefur verið um málið í miðlum vestanhafs síðustu daga en það tók nýja stefnu þegar Jeff Van Drew, þingmaður Repúblikanaflokksins frá New Jersey, sagðist í samtali við Fox News hafa það frá háttsettum heimildarmönnum að drónarnir kæmu frá „móðurskipi“ Íran í Atlantshafi. Van Drew sagði að réttast væri að skjóta drónana niður. Sabrina Singh, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar á reglubundnum blaðamannafundi í gær að ekkert væri til í fullyrðingum þingmannsins. „Það er ekkert íranskt skip við strendur Bandaríkjanna og það er ekkert svokallað móðurskip að senda dróna yfir Bandaríkin,“ sagði hún. Það væri raunar mat hermálayfirvalda að drónarnir tengdust ekki erlendum aðilum eða andstæðingum. Alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar en hefur ekki getað veitt útskýringar enn sem komið er. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, sagði 49 tilkynningar hafa borist um dróna bara á sunnudag, en hann ítrekaði að ekki væri talið að þeir ógnuðu öryggi almennings.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira