Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 06:39 Umboðsmaður hefur meðal annars krafist svara um það hvernig símsvörun er háttað. VÍSIR/VILHELM Umboðsmaður Alþingis hefur það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á aðgengi almennings að starfsmönnum og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ákvörðunina má rekja til máls sem umboðsmaður hafði til umfjöllunar, þar sem það tók sviðið tvö ár að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að gögnum og upplýsingum. Þá segir á vefsíðu umboðsmanns að umboðsmanni sjálfum hafi gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum vegna málsins, meðal annars vegna þess að ekki var hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Þannig þurfti ítrekað að ganga á eftir skýrari svörum í tölvupóstum. Í umfjöllun umboðsmanns um umrætt mál segir meðal annars að það hafi gengið erfiðlega fyrir embættið að fá fullnægjandi upplýsingar frá borginni um afgreiðslu upplýsingabeiðnar einstaklingsins, sem hafði verið send milli starfsmanna borgarinnar í tvö ár. „Ítrekað var gengið eftir þeim svörum bæði í síma sem bar engan árangur og tölvupóstum. Í því sambandi var minnt á að forsenda þess að umboðsmaður geti rækt eftirlitshlutverk sitt með stjórnsýslunni, eins og henni er ætlað, sé að stjórnvöld svari fyrirspurnum hennar með fullnægjandi hætti og láti fullnægjandi upplýsingar og gögn í té innan hæfilegs tíma. Enn barst ekki viðunandi svar, þ.e. með staðfestingu á að beiðnin hefði verið afgreidd, og þurfti þar af leiðandi að ganga eftir því enn einu sinni. Þegar slík staðfesting loksins barst var ekki tilefni til að fjalla frekar um málið þar sem beiðnin hafði verið afgreidd,“ segir í samantekt umboðsmanns. Sendi hann erindi á Reykjavíkurborg þar sem borgin var minnt á ákvæði stjórnsýslulaga um að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er og þegar fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla tefjist beri að skýra viðkomandi frá því, upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. „Að sama skapi væri mælt fyrir um í upplýsingalögum að ákvörðun um hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum ætti að taka svo fljótt sem verða mætti. Ef slík beiðni væri ekki afgreidd innan viku skyldi skýra frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Borgin yrði að gæta betur að reglum um málshraða. Þá gerði umboðsmaður einnig athugasemdir við að ekki væri hægt að hafa samband við umhverfis- og skipulagssvið í gegnum síma og ítrekaði fyrirspurn sína um hvernig tilhögun símsvörunar væri háttað hjá sviðinu og aðgangi almennings að starfsmönnum og þjónustu þess í gegnum síma.“ Reykjavík Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ákvörðunina má rekja til máls sem umboðsmaður hafði til umfjöllunar, þar sem það tók sviðið tvö ár að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að gögnum og upplýsingum. Þá segir á vefsíðu umboðsmanns að umboðsmanni sjálfum hafi gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum vegna málsins, meðal annars vegna þess að ekki var hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Þannig þurfti ítrekað að ganga á eftir skýrari svörum í tölvupóstum. Í umfjöllun umboðsmanns um umrætt mál segir meðal annars að það hafi gengið erfiðlega fyrir embættið að fá fullnægjandi upplýsingar frá borginni um afgreiðslu upplýsingabeiðnar einstaklingsins, sem hafði verið send milli starfsmanna borgarinnar í tvö ár. „Ítrekað var gengið eftir þeim svörum bæði í síma sem bar engan árangur og tölvupóstum. Í því sambandi var minnt á að forsenda þess að umboðsmaður geti rækt eftirlitshlutverk sitt með stjórnsýslunni, eins og henni er ætlað, sé að stjórnvöld svari fyrirspurnum hennar með fullnægjandi hætti og láti fullnægjandi upplýsingar og gögn í té innan hæfilegs tíma. Enn barst ekki viðunandi svar, þ.e. með staðfestingu á að beiðnin hefði verið afgreidd, og þurfti þar af leiðandi að ganga eftir því enn einu sinni. Þegar slík staðfesting loksins barst var ekki tilefni til að fjalla frekar um málið þar sem beiðnin hafði verið afgreidd,“ segir í samantekt umboðsmanns. Sendi hann erindi á Reykjavíkurborg þar sem borgin var minnt á ákvæði stjórnsýslulaga um að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er og þegar fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla tefjist beri að skýra viðkomandi frá því, upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. „Að sama skapi væri mælt fyrir um í upplýsingalögum að ákvörðun um hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum ætti að taka svo fljótt sem verða mætti. Ef slík beiðni væri ekki afgreidd innan viku skyldi skýra frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Borgin yrði að gæta betur að reglum um málshraða. Þá gerði umboðsmaður einnig athugasemdir við að ekki væri hægt að hafa samband við umhverfis- og skipulagssvið í gegnum síma og ítrekaði fyrirspurn sína um hvernig tilhögun símsvörunar væri háttað hjá sviðinu og aðgangi almennings að starfsmönnum og þjónustu þess í gegnum síma.“
Reykjavík Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira